Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2011 | 08:00

Luke Donald: „Þú þarft ekki að vera langur til að vera laglegur.“

Fyrirsögnin er aumleg tilraun til þýðingar á inntaki þess, sem Luke Donald var að reyna að koma til skila eftir sigur sinn í gær og hljómar mun betur á ensku: „You don´t have to be big to be beautiful.“ Hljómar næstum því eins og gamall vinsæll dægurlagatexti Prince: „You don´t have to be cool to rule my world.“…. en aftur að Luke…

Það sem hann á við er að ekki þarf að vera högglangur til þess að landa peningatitlunum beggja vegna Atantshafs, en honum tókst það þrátt fyrir að vera mun kraftminni og höggstyttri en margir félagar hans á báðum mótaröðum.

„Ég er viss um að sumir kylfingar þarna úti hafa litið á árangur minn og séð að það þarf ekki að slá 100 mílur,“ sagði nr. 1 við blaðamenn eftir að bæta 1. sætinu á peningalista Evrópumótaraðarinnar við þann árangur sinn að verða efstur á peningalista PGA.

„Það felst svo miklu meira í leiknum en að slá langt. Ég myndi elska að slá lengra en ég verð að sætta mig við það sem ég hef og hæfileika mína,“ bætti Englendingurinn við, eftir að hafa landað 3. sætinu á eftir Skotanum Paul Lawrie og Spánverjanum Alvaro Quiros, sem varð í 1. sæti.

„Ég hef sannað að ef stutta spilið er gott og púttin þá er hægt að eiga gott ár, sama hvað. Ég hugsa að fólk taki eftir hvað ég hef gert og kannski breytir það æfingum sínum.“

Hinn 1,76 metra hái Luke Donald hefir verið stöðuleikinn persónugervður í ár og vann samtals 4 bikara í Evrópu og Bandaríkjunum og varð 19. sinnum í einu af 10 efstu sætum af 25 mótum sem hann tók þátt í.

Erfiðisvinnunni lýkur þó ekki þar fyrir metsláandi Englendinginn (Luke Donald).

„Það er alltaf hægt að bæta sig,“ sagði hinn 34 ára Luke. „Í því felst fegurð íþróttar okkar og lífsins. Ég ætla að halda áfram að reyna að gera einmitt það. Ég hef tekið stórum framförum í ár með drævin mín. Ég var miklu betri í því að hitta brautir og flatir, en var samt ekki nógu góður.  Ég get bætt mig þar og á öðrum sviðum. Ég ætla að vinna í þessu í fríinu.“

Luke, sem tekur þátt í Australian Masters, sem hefst í þessari viku, var undir pressu að verjast keppinaut sínum um 1. sætið á peningalistanum Rory McIlory í Dubai og viðurkenndi að hann hefði verið langt frá sínu besta.

„Ég var mjög stressaður og það sást á nokkrum höggum,“ útskýrði hann. Það eru enn gallar á leik mínum sem slæðast inn í hann við og við. Ég var ekki að sveifla vel síðustu 3 dagna og mér leið ekki vel. En mér tókst að klára á -16 undir pari á þessum 3 dögum og það er það sem þurfti að gera.“

Þrátt fyrir undraverðan árangur árið 2011, þá hefir Luke ekki enn unnið risamót og það er nokkuð sem hann langar til að bæta úr á næsta keppnistímabili.

„Mig vantar risamót á ferilsskrána,“ sagði hann. „Í ár hef ég gert allt nema að sigra á risamóti en ég hlakka til ársins 2012. Ég hlakka til að koma með reynslu mína frá árinu 2011 í risamótin og vonandi hjálpar það mér.“

Villtustu draumar Donalds fara þó langt fram úr því að sigra á risamóti.

„Ég vil ekki virðast gráðugur,“ sagði hann. „Ég myndi elska það að sigra á einu risamóti en að sigra þau öll á einu og sama árinu er lokatakmarkið. Líkurnar á því eru mjög litlar og engum hefir tekist það (í nútímanum) en það er lokatakmarkið.“