Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2011 | 14:00

Luke Donald: „Að verða faðir hefir gert mig að betri kylfingi.“

Að sýna tilfinningar hefir aldrei verið sterka hlið hins mjög svo hlédræga Luke Donald, en að loknu Dubai World Championship veitti Luke innsýn inn í sál mannsins á bakvið grímuna. Hann sagði m.a. frá þeim öldudal tilfinninga að missa föður sinn og eignast aðra dóttur sína skömmu síðar.

Þó Luke hafi nú tekist að verða efstur á peningalista PGA og Evrópumótaraðarinnar á sama árinu, hefir golf ekki verið svo ofarlega í huga hans upp á síðkastið.

Hann talaði um það, miðvikudaginn í síðustu viku þ.e. fyrir Dubai mótið, að hann vildi sigra í Dubai til þess að heiðra minningu föður síns.

„Að (andlát hans) skyldi bera að höndum að eins nokkrum dögum áður en dóttir mín fæddist, kallaði fram allan tilfinningaskalann,“ sagði hann. „Þetta er nokkuð sem ekki er hægt að búa sig undir og það var mjög, mjög sorglegt.“

„Ég missti góðan vin í pabba – einhvern, sem ég held, að hafi alið mig sæmilega upp, sem heiðarleika manneskju með góða siðferðiskennd, en hann var gott fordæmi. Hann kenndi mér að koma fram við fólk eins og ég vildi að það kæmi fram við mig. Það er nokkuð sem ég mun alltaf minnast pabba fyrir.“

Fæðing dóttur hans, Sophia „gerði aðstæðurnar svolítið bærilegri,“ sagði hann. „Þetta var erfitt, mjög, mjög erfitt. En ég var að einbeita mér að börnunum mínum og fjölskyldu. Við urðum nánari fyrir vikið.“

[…]

Síðan minntist hann á hvaða áhrif fæðing eldri dóttur hans Elle, hafði á hann:„Það er ekki  tilviljun að ég skuli ná þessum góða árangri eftir fæðingu fyrsta barnsins míns. Að verða faðir hefir gert mig að betri kylfingi. Ég gat sleppt því að gera mistök. Fjölskyldan er mér alltaf mikilvægust. Þannig hef ég alltaf verið. Frá því að börnin mín fæddust met ég fjölskylduna meir. Mér finnst ég hafa fullorðnast. Það setur hlutina í samhengi þannig að ég vil gera mitt allrabesta í golfinu. Ef það gengur ekki upp, þá gengur það ekki upp. Ég á heilbrigða fjölskyldu heima.“

Aðspurður um hvort hann væri ekki svo frægur að hann þyrfti lifvörð sagði Luke Donald: „Ég fer um allt og enginn truflar mig. Stundum vill maður athygli en á hinn veginn þegar ég er ekki í golfi og bara ég sjálfur get ég gert allt það sem ég þarfnast. Kannski hefir það eitthvað að gera með persónuleika minn. Ég bara tek því sem að höndum ber. Ég er ekki með of sterkar skoðanir og ekki umdeildur. Ég trúi alls ekki á að æsa upp mannskapinn. Ég fer bara þarna út (á golfvöll) og vinn vinnuna mína eins vel og ég get.“

[…]

„Ég er mér meðvitaður um hvað ég hef gert,“ sagði hann. „Að verða nr. 1 (á heimslistanum) án þess að sigra í risamóti er afrek. Allir vilja hljóta viðurkenningu og verða virtir. En fyrir nokkrum árum þegar ég var að vinna með fyrrum þjálfara mínum, Jim Fanning, þá spurði hann mig hreint út: „Viltu verða nr. 1?“ Á þeim tímapunkti hafði ég séð hvað Tiger Woods hafði gengið í gegnum og sagði:„Nei, ekkert endilega. Ég vil ekki þurfa að fást við þessa fjölmiðlaathygli.“

„En ég og Tiger erum mjög ólíkir. Hann fær miklu meiri athygli en ég, sem er réttmætt. Og nú þegar ég er nr. 1, finnst mér það bara þægilegt.“ Donald var samþykkur samanburðinum á Tiger og Rory en honum fannst Rory á unga aldri sýna meiri hæfileika en Tiger, þegar hann var ungur. „Rory hefir meira en bara hreina hæfileika,“ sagði hann. „Ég sé hann fyrir mér sigra fullt af risamótum.“

[…]

(Hvort Luke Donald tekst að gera það sama á tíminn eftir að leiða í ljós. Okkur bíður spennandi golftímabil 2012.)

Heimild: Telegraph