Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 13:30

Lucy Li 11 ára með Edel pútter eins og Ólafía Þórunn!!!

Þegar hin 11 ára Lucy Li tíar upp á U.S. Women’s Open risamótinu, sem fram fer vikuna á eftir US Open hjá körlunum á Pinehurst nr. 2, þá mun hún ekki spila um peningaverðlaunin, þar sem hún er enn áhugamaður, en hún verður með flottar kylfur í pokanum sínum.

Li er með tríó af fleygjárnum og pútter frá Edel Golf.

Vitað er um einn íslenskan kvenkylfing á íslensku mótaröðinni sem var með samskonar pútter og Li, þ.e. Edel pútter og sú kylfa var jafnframt í mestu uppáhaldi hjá henni en það er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, á þeim tíma sem hún varð Íslandsmeistari í höggleik 2011.

Ólafía Þórunn með uppáhaldskylfuna sína, Edel pútterinn, að spá í púttlínuna á Íslandsmótinu í höggleik, þar sem hún varð Íslandsmeistari 2011. Mynd: Golf 1.

Ólafía Þórunn með uppáhaldskylfuna sína, Edel pútterinn, að spá í púttlínuna á Íslandsmótinu í höggleik, þar sem hún varð Íslandsmeistari 2011. Mynd: Golf 1.

Li, sem varla er 1,5 metrar á hæð, var í mælingu í Orlandó og fékk sér ný 52°, 56° og 60° fleygjárn með skafti sem er meira en þumlungi styttra en á venjulegum járnum.

Fleygjárn Lucy Li

Fleygjárn Lucy Li

Pútter Li er  Edel’s Deschutes módel, 32 þumlunga , með „pixl“ bita og 2° lofti.

Eins og er hjá Edel, sem sérsmíðar kylfur fyrir viðskiptavini sína, þá gat Lucy Li bætt við persónulegum atriðum á kylfur sínar og hún valdi að skreyta fleygjárnin sín með bláum hringjum og bleikum hjörtum og nafninu sínu í fjólubláu. Pútterinn hennar er með nafninu hennar í bleikum stelpulegum lit!

Þessar 4 kylfur kosta meira en  $1,000 (kr. 120.000,-) og það í Bandaríkjunum! Komnar hingað til lands færi verðið á þeim aldrei undir kr. 160.000,-