Lucy Li 11 ára með Edel pútter eins og Ólafía Þórunn!!!
Þegar hin 11 ára Lucy Li tíar upp á U.S. Women’s Open risamótinu, sem fram fer vikuna á eftir US Open hjá körlunum á Pinehurst nr. 2, þá mun hún ekki spila um peningaverðlaunin, þar sem hún er enn áhugamaður, en hún verður með flottar kylfur í pokanum sínum.
Li er með tríó af fleygjárnum og pútter frá Edel Golf.
Vitað er um einn íslenskan kvenkylfing á íslensku mótaröðinni sem var með samskonar pútter og Li, þ.e. Edel pútter og sú kylfa var jafnframt í mestu uppáhaldi hjá henni en það er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, á þeim tíma sem hún varð Íslandsmeistari í höggleik 2011.

Ólafía Þórunn með uppáhaldskylfuna sína, Edel pútterinn, að spá í púttlínuna á Íslandsmótinu í höggleik, þar sem hún varð Íslandsmeistari 2011. Mynd: Golf 1.
Li, sem varla er 1,5 metrar á hæð, var í mælingu í Orlandó og fékk sér ný 52°, 56° og 60° fleygjárn með skafti sem er meira en þumlungi styttra en á venjulegum járnum.
Pútter Li er Edel’s Deschutes módel, 32 þumlunga , með „pixl“ bita og 2° lofti.
Eins og er hjá Edel, sem sérsmíðar kylfur fyrir viðskiptavini sína, þá gat Lucy Li bætt við persónulegum atriðum á kylfur sínar og hún valdi að skreyta fleygjárnin sín með bláum hringjum og bleikum hjörtum og nafninu sínu í fjólubláu. Pútterinn hennar er með nafninu hennar í bleikum stelpulegum lit!
Þessar 4 kylfur kosta meira en $1,000 (kr. 120.000,-) og það í Bandaríkjunum! Komnar hingað til lands færi verðið á þeim aldrei undir kr. 160.000,-
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

