Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2011 | 17:30

LPGA: Fjórar í forystu eftir 1. dag Sime Darby í Malasíu

Hin sænska María Hjorth, bandaríska stúlkan Brittany Lang, hin hollenska Claire Schreefel og Na Yeon Choi frá Kóreu voru allar á -5 undir pari, þ.e. komu í hús á 66 höggum á Sime Darby mótinu, sem hófst í dag í Malasíu.

Þessar fjórar forystukonur hafa 2 högga forystu fram yfir Paige MacKenzie frá Bandaríkjunum og Azahara Munoz frá Spáni, sem deila með sér 5. sætinu.

Nr. 1 í heiminum Yani Tseng frá Taiwan var á 69 höggum og er 3 höggum á eftir þeim Hjorth, Lang, Schreefel og Choi, saman með þeirri sem á titil að verja Jimin Kang frá Kóreu.

Meðal þess mest markverða á mótinu í dag var að Melissa Reid fór holu í höggi á par-3, 5. brautinni, en hún kom samt sem áður í hús 6 höggum á eftir forystukonunum fjórum, sem sagt á 72 höggum.

Hér má sjá stöðuna eftir 1. dag í Malasíu: SIME DARBY LPGA MALASÍA