
LPGA: Yani Tseng sigraði á Hana Bank mótinu í Incheon
Yani Tseng, sýndi í dag og sannaði af hverju hún er nr. 1 í heimi. Þessi 22 ára stúlka sem deildi ásamt þeirri sem átti titil að verja, heimakonunni Na Yeon Choi, 2. sætinu á eftir óþekktari kylfing á heimsmælikvarða Soo-Jin Yang í gær, sannaði í dag hver er best í heimi. Hin högglanga Yani sýndi klærnar, kom inn á 67 höggum 1 höggi betur en Na Yeon, sem varð í 2. sæti á 68 höggum. Þetta er 6. sigur Yani á LPGA í ár og ber hún höfuð og herðar hinar á túrnum – virðist á stundum ósigrandi.
Samtals var Yani á -14 undir pari, spilaði hringina 3 á 202 höggum (65 70 67) og tók heim með sér, eins og svo oft áður verðlaunatékkinn fyrir 1. sætið upp á $270.000,- (ísl. kr. 31.860.000,-) þ.e. tæpar 32 milljónir íslenskra króna.
Na Yeon Choi lauk keppni á -13 undir pari, 203 höggum (67 68 68) og fékk líka rífleg verðlaun $ 168.366 tæpar 20 milljónir íslenskra króna.
Þriðja sætinu deildu síðan bandaríski Solheim Cup keppandinn Brittany Lincicome spilaði á samtals – 11 undir pari, 205 höggum (71 68 66); sú sem leiddi í gær, nr. 2 í Kóreu, Soo-Jin Yang (69 65 71) og landa hennar Jimin Kang (68 69 68) og hlutu þær stöllur tékk upp á $ 97.556,- (ísl. kr. 11.5 milljónir) hver, frá Hana Bank, sem styrkti mótið.
Það vekur nokkra athygli að af 12 efstu stúlkum eru 10 heimakonur, þ.e. kylfingar frá Suður-Kóreu, en væntanlega eru þær öllum staðháttum kunnugar í Sky 72 Golf Club og Ocean golfvelli klúbbsins í Incheon í Suður-Kóreu.
Til þess að sjá úrslitin á Hana Bank, smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023