LPGA: Yani Tseng sigraði á Hana Bank mótinu í Incheon
Yani Tseng, sýndi í dag og sannaði af hverju hún er nr. 1 í heimi. Þessi 22 ára stúlka sem deildi ásamt þeirri sem átti titil að verja, heimakonunni Na Yeon Choi, 2. sætinu á eftir óþekktari kylfing á heimsmælikvarða Soo-Jin Yang í gær, sannaði í dag hver er best í heimi. Hin högglanga Yani sýndi klærnar, kom inn á 67 höggum 1 höggi betur en Na Yeon, sem varð í 2. sæti á 68 höggum. Þetta er 6. sigur Yani á LPGA í ár og ber hún höfuð og herðar hinar á túrnum – virðist á stundum ósigrandi.
Samtals var Yani á -14 undir pari, spilaði hringina 3 á 202 höggum (65 70 67) og tók heim með sér, eins og svo oft áður verðlaunatékkinn fyrir 1. sætið upp á $270.000,- (ísl. kr. 31.860.000,-) þ.e. tæpar 32 milljónir íslenskra króna.
Na Yeon Choi lauk keppni á -13 undir pari, 203 höggum (67 68 68) og fékk líka rífleg verðlaun $ 168.366 tæpar 20 milljónir íslenskra króna.
Þriðja sætinu deildu síðan bandaríski Solheim Cup keppandinn Brittany Lincicome spilaði á samtals – 11 undir pari, 205 höggum (71 68 66); sú sem leiddi í gær, nr. 2 í Kóreu, Soo-Jin Yang (69 65 71) og landa hennar Jimin Kang (68 69 68) og hlutu þær stöllur tékk upp á $ 97.556,- (ísl. kr. 11.5 milljónir) hver, frá Hana Bank, sem styrkti mótið.
Það vekur nokkra athygli að af 12 efstu stúlkum eru 10 heimakonur, þ.e. kylfingar frá Suður-Kóreu, en væntanlega eru þær öllum staðháttum kunnugar í Sky 72 Golf Club og Ocean golfvelli klúbbsins í Incheon í Suður-Kóreu.
Til þess að sjá úrslitin á Hana Bank, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024