
LPGA: Yani Tseng sigraði á Kia Classic!
Nr. 1 á heimslista kvenna, Yani Tseng, vann 2. sigur sinn í röð á LPGA Tour með yfirburðum í nótt.
Hún lauk keppni á Kia Classic og hampaði rauða vasanum og lyklum að glænýjum Kia Optima að lokum.
Yani var samtals á -14 undir pari, samtals 274 höggum (67 68 69 70) og skorið var í röð þ.e. fór hækkandi um 1 högg á hverjum degi og maður spyr sig hvort hún sé bara að leika sér að þessu?
Hún átti heil 6 högg á þá sem varð í 2. sæti Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu.
„Mér fannst bara dagurinn í dag (sunnudagur) vera eins og hver annar,“ sagði Yani.
„Mér fannst ekki að það væri sunnudagur. Mér leið ekki eins og ég hefði 3 högga forystu. Ég einbeitti mér bara að því að slá eitt högg í einu. Ég held að mér hafi tekist vel að einbeita mér bara að sjálfri mér.“
Yani, þessi 23 ára stúlka frá Taíwan var í forystu allt frá upphafi til loka á Legend golfvelli La Costa, í Carlsbad Kaliforníu og hún er næstyngst (á eftir Nancy Lopez, sem var 22 ára) til þess að sigra á 15 LPGA mótum.
Yani hreinlega sópar til sín sigrum á mótum. Hún vann LPGA Founders Cup í síðustu viku í Phoenix og LPGA Thailand í febrúar. Hún vann langflest mót allra síðasta keppnistímabil (2011) eða samtals 7 og þ.á.m. Women´s British Open risamótið.
Alls hefir Yani sigrað í 6 af 7 skiptum þegar hún hefir verið í forystu eftir 54 holur. Til marks um hversu góð hún er þá þrípúttaði hún aðeins 1 sinni á hringnum í nótt en það var þegar hún lauk hringnum með skolla á 18. flöt.
Til þess að sjá úrslitin á Kia Classic smellið HÉR:
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore