Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2011 | 17:00

LPGA: Yani Tseng kylfingur ársins 2011

Röð svartra Audi bíla í lögreglufylgd stöðvaði umferð í mannmergðinni á götum Taipei, þegar nr. 1 í heiminum Yani Tseng var ekið á blaðamannafund fyrsta Sunrise LPGA Championship mótsins (sem hefst nú á fimmtudaginn í heimalandi Yani, Taíwan).  Með Taipei 101 – heimsins hæstu byggingu – í bakrunni þá héldu Yani og vinir hennar Suzann Pettersen og Na Yeon Choi ræður á fundi sem vafalaust var best sótti blaðamannafundur LPGA á árinu.

Suzann Pettersen, Yani Tseng og Na Yeon Choi héldu ræður sínar fyrir framan mikinn mannfjölda, sem safnast hafði saman á blaðamannafundinum.

Það var vel við hæfi að framkvæmdastjóri LPGA, Mike Whan tilkynnti við þetta tækifæri að Yani hefði hlotið titilinn kylfingur ársins 2011 á LPGA aðeins hálftíma vegalengd frá æskustöðvum sínum. Yani varð þar með 8. kylfingurinn í sögunni til þess að verða kylfingur ársins tvö ár í röð. Árið 2010 réðist það ekki fyrr en í lokamótinu hver hreppti titilinn, en þá var það að lokum Yani sem varð hlutskörpust.

„Það er mjög sérstakt fyrir mig að það skuli tilkynnt í heimalandi mínu,Taíwan að ég hafi unnið titilinn“ sagði Yani, sem vann 6 af 20 mótum sem hún tók þátt í á 2011 keppnistímabilinu. Hún er einnig kandídat í að hljóta fyrsta Vare Trophy-inn sinn fyrir lægsta meðaltalsskor, og á þar meir en 1 högg á Cristie Kerr. Þar að auki og fyrir utan 1. sætið á peningalistanum stendur Yani sig best í eftirfarandi: hringum spiluðum undir pari, fengnum fuglum, GIR (hittum flötum) og meðallengd dræva.

Michael Whan (framkvæmdastjóri LPGA) sagðist vona að heimspressan hefði áttað sig á því að „næstum í hvert skipti sem Yani tekur upp kylfu er hún að skrifa sig inn í sögubækur.“

Heimild: Golf Week