LPGA: Yani Tseng hefir engar áhyggjur af að tapa toppsætinu á Rolex-heimslista kvenna
Yani Tseng frá Taíwan hefir ekki nokkrar áhyggjur af að tapa efsta sæti sínu á LPGA Tour og trúir því jafnvel að það geti orðið til þess að umbreyting verði á leik hennar og hún taki sig á.
Tseng, sem er fimmfaldur risamótsmeistari kvenna hefir verið nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna í 2 ár, en Na Yon Choi frá Suður-Kóreu og Stacy Lewis frá Bandaríkjunum, sem sigraði í gær á HSBC Women´s Champions mótinu í Singapúr, hafa gert harða atlögu að 1. sætinu.
Á nýjum heimslista kvenna sem birtist í dag, var Tseng með 9,53 stig meðan NY Choi var með 8.85 stig og Stacy Lewis er komin úr fjórða í 3. sætið með 8.84 stig. Eins og sést munar aðeins 0.01 stigum að Stacy Lewis sé komin í 2. sætið með Choi og þaðan eru aðeins 0.69 stig í að hún taki 1. sætið af Tseng.
Tseng sagði í viðtali í gær (sunnudaginn 3. mars 2013) að það að vera nr. 1 á heimslista kvenna hefði tekið sinn toll af henni og hefði átt sinn þátt í að hún féll í lægð um mitt tímabil á síðasta ári. Hún hefir ekki sigrað á móti frá því að hún vann Kia Classic í mars 2012.
„Þetta er erfitt og mjög einmanalegt,“ sagði Tseng um að vera nr. 1. „Enginn veit hvernig mér líður. Allir vilja vera í fótsporum manns, en enginn veit hversu erfitt það er.“
„Fyrsta árið, sem ég var nr. 1 á heimslistanum leið mér vel,“ bætti hún við. „En með hverjum mánuðnum sem líður halda allir áfram að hlaða væntingum á mann og það skapar mikla pressu.“
Tseng er fyrst núna snemma á árinu farin að finna sig aftur en hún varð meðal efstu 3 í tveimur fyrstu mótum sínum í Ástralíu og Thaílandi.
En hún (Yani) var greinilega pirruð eftir hring upp á 74 högg í Singapúr á sunnudaginn, en þá kastaði hún bolta sínum í vatnið þegar hún gekk af 18. flöt Serapong vallarins á Sentosa golfstaðnum.
Hún ætlar að vera í fríi í næstu viku, að vinna í sveiflunni sinni og snúa síðan aftur og reyna að verja titil sinn á RR Donnelley LPGA Founders Cup í Phoenix um miðbik marsmánaðar.
„Það er gott að vera nr. 1 á heimslistanum og fólki líkar það, en mig langar til að hugsa meira um sjáfa mig,“ sagði Yani loks. „Ef ég tapa sætinu (1. sætinu á heimslistanum) þá næ ég því bara aftur, einn góðan veðurdag!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
