Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 10:00

LPGA: Futscher, Shin og Stanford enn í forystu í Singapore eftir 3. dag

Það eru forystukonur gærdagsins, sem enn leiða eftir 3. dag HSBC Women´s Champion í Singapore.  Það eru bandarísku stúlkurnar Katie Futcher og Angela Stanford auk Jenny Shin frá Suður-Kóreu, sem halda forystu sinni, en eru nú búnar að spila á samtals -9 undir pari, samtals 207 höggum, en allar spiluðu þær 3. hring fyrr í dag upp á 71 högg.

Breytingarnar eru í 4. sæti sem Shashan Feng frá Kína hefir yfirtekið, en hún var á næstlægsta skori dagsins 69 höggum.

Fimmta sætinu deila nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng, frá Taíwan og suður-kóreönsku stúlkurnar Na Yeon Choi og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Jiyai Shin. Allar eru þær á samtals -6 undir pari, 3 höggum á eftir forystunni.

Til þess að sjá stöðuna á HSBC Women´s Champion eftir 3. dag, smellið HÉR: