Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2018 | 10:00

LPGA: Wie vann á HSBC Women´s heimsmótinu

Michelle Wie sigraði á HSBC Women´s World Championship.

Mótið fór fram 1.-4. mars 2018 á Tanjong vellinum í Sentosa golfklúbbnum í Singapore.

Sigur Wie kom á lokaholunni þar sem hún setti glæsilega niður 11 metra pútt fyrir sigri!

Samtals lék Wie á 17 undir pari, 271 höggi (67 – 73 – 66 – 65).

Fyrir sigurinn hlaut Wie sigurtékka upp á $ 225.000 (sem er u.þ.b. 23 milljónir íslenskra króna).

Þetta er fyrsti sigur Wie frá árinu 2014 þegar hún sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu – en það voru nákvæmlega 1.365 dagar milli sigra hjá Wie.

Til þess að sjá hápunkta í sigurhring Wie SMELLIÐ HÉR: 

Öðru sætinu deildu 4 kylfingar: Jenny Shin, Brooke Henderson, Danielle Kang og Nelly Korda (systir Jessicu Korda), allar 1 höggi á eftir Wie.

Til þess að sjá lokastöðuna á HSBC Women´s World Championship SMELLIÐ HÉR: