Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2017 | 11:00

LPGA: Viðtal við Ólafíu um kjálkaaðgerðina

Nú um jólin gekkst Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnumaður og LPGA leikmaður úr GR, undir tvöfalda kjálkaaðgerð.

Þetta var stór aðgerð en hún var m.a. í svæfingu í 3 tíma.

Fyrir aðgerðina var hún búin að lesa sig til um aðgerðina, en fannst margt af því sem hún las um ekki höfða til sín.

Hún ákvað því að blogga um aðgerðina, þar sem hún gefur m.a. ráð um uppáhaldsvarasalvann sinn, uppáhaldssúpuna o.s.frv. allt atriði sem gott er að vita ef einhver þarf á tvöfaldri kjálkaaðgerð að halda líkt og Ólafía.

Blogg Ólafíu ber skemmtilegan titil „Olafia bites back“ – húmor í þessu!

Sjá má frábært viðtal sem fréttamenn LPGA tóku við Ólafíu um aðgerðina með því að SMELLA HÉR: