Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2019 | 02:00

LPGA: Valdís Þóra úr leik á ISPS Handa Vic Open í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL var meðal 156 keppenda á móti vikunnar á LPGA; ISPS Handa Vic Open í Ástralíu.

Margir af bestu kvenkylfingum heims eru meðal keppenda.

Eftir 1. dag var Valdís Þóra fyrir miðjan hóp eftir ágætis hring upp á slétt par, 72 högg.

Og það var parið sem þurfti að vera á samtals eftir 2 hringi, en því miður náði Valdís Þóra ekki að fylgja eftir fínum 1. hring og lék á 2 yfir pari, 75 höggum (á Creek golfvellinum, sem er par-73) og er því miður úr leik.

Valdís Þóra fékk líkt og fyrri hringinn 3 fugla og 3 skolla en því miður líka 1 tvöfaldan skolla og þ.a.l. 11 pör seinni hringinn.

Tvöfaldi skollinn gerði útslagið – slæmt gengi, bara á 1 holu og Valdís Þóra er úr leik.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á kvenhluta ISPS Handa Vic Open með því að SMELLA HÉR: