Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2018 | 20:00

LPGA: Valdís Þóra komst ekki á III. stig úrtökumótsins

LET kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, reyndi fyrir sér á úrtökumóti fyrir LPGA mótaröðina, þ.e. 2. stiginu.

193 kvenkylfingar tóku þátt í úrtökumótinu, sem fór fram í Venice, Flórída, dagana 15.-18. október 2018 og lauk því í dag.

Valdís Þóra lauk keppni um miðjan hóp, átti erfiða byrjun en sýndi karakter og bætti sig stöðugt!

Lokaskor Valdísar Þóru var 10 yfir pari, 298 högg (76 78 73 71).

25 efstu og þær sem jafnar voru í 25. sætinu komust áfram á III: stigið, en í ár dugði að vera samtals á sléttu pari til þess að komast þangað.

Til þess að sjá lokaskorið á II. stigi úrtökumótsins í Venice SMELLIÐ HÉR: