LPGA: Valdís Þóra á +3; Guðrún Brá á +8 e. 2. dag 1. stigs úrtökumóts LPGA
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir GL, eru meðal 362 þátttakenda á 1. stigi LPGA úrtökumótsins, sem fram fer í Mission Hills Country Club í Rancho Mirage, Kaliforníu.
Spilað er á 3 völlum: Arnold Palmer vellinum, Gary Player vellinum og Dinah Shore vellinum til þess að hægt sé að halda svona risaúrtökumót.
Valdís Þóra er samtals búin að spila á 3 yfir pari, 147 höggum (74 73), sem er glæsilegur árangur, en hún bætti sig um 1 högg milli hringja!!! Betur má þó ef duga skal því Valdís Þóra er eftir 2. hring T-134 og aðeins munar 1 höggi að hún komi sér í hóp þeirra sem eru T-108 en 125 efstu eftir daginn í dag halda áfram og fá að spila lokahringinn. Í dag á 3. hring spilar Valdís Player völlinn.
Guðrún Brá er sem stendur T-232. Guðrún Brá hefir spilað báða hringi sína á 76 höggum þ.e. 4 yfir pari og er því samtals á 8 yfir pari, 152 höggum (76 76). Líkt og Valdís Þóra spilar Guðrún Brá Player völlinn í dag.
Efstar í hálfleik eru bandaríski kylfingurinn Janie Jackson og japanski kylfingurinn Rino Kotake, en báðar hafa þær samtals spilað á 9 undir pari, 135 höggum; Jackson (71 64) og Kotake (66 69).
Sjá má stöðuna að öðru leyti á 1. stigi úrtökumóts LPGA með því að SMELLA HÉR:
Af þátttakendunum 362 eru eins og segir 125 sem halda áfram eftir 54 holu spil og niðurskurð sem þá fer fram. Lokahringurinn mun verða spilaður á Dinah Shore vellinum, þar sem ANA Inspiration, eitt af 5 risamótum kvennagolfsins fer fram.
Þær sem spila 54 holur fá að taka þátt í 2. deild LPGA, Symetra Tour árið 2018, en fá aðeins takmarkaðan spilarétt.
90 efstu eftir lokahringinn fá síðan að taka þátt í 2. stigi úrtökumóts LPGA. Lokaúrtökumótið þ.e. 3. stig úrtökumóts LPGA fer síðan fram 27. nóvember – 3. desember á LPGA International í Daytona Beach, Flórída. Alls eru spilaðir 6 hringir í því móti og einungis 20 kylfingar, sem fá full spilaréttindi á LPGA fyrir keppnistímabilið 2018.
Metþátttakan í ár kemur ekki á óvart vegna hertra reglna um að komast beint inn á LPGA, sem eiga að taka gildi á næsta ári.
Það eru 83 áhugamenn í 1. stigi LPGA úrtökumótsins nú í ár og er Guðrún Brá ein af þeim. Af öðrum áhugaverðum áhugamönnum mætti nefna Linneu Strom frá Svíþjóð sem er í 11. sæti á heimslista áhugamanna kvenkylfinga. Strom er næstefstubekkingur (junior) í Arizona State í bandaríska háskólagolfinu og aðstoðaði m.a. lið sitt, Sun Devils ,að taka 2017 NCAA titilinn.
Af öðrum áhugaverðum kylfingum sem enn eru í bandaríska háskólagolfinu mætti nefna Bailey Tardy (Georgia), Robynn Ree (USC) og svissnesku tvíburana Morgane og Kim Metraux (Florida State); en þær hafa allar verið að gera góða hluti í bandaríska háskólagolfinu sl. keppnistímabil.
Einnig meðal keppenda er áhugamaðurinn Sierra Brooks, 19 ára, sem hætti nú í vor í Wake Forest, háskólanum margfræga, sem m.a. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods voru í.
Fulltrúar 41 annarra þjóðríkja en Bandaríkjanna taka þátt í þessu úrtökumóti og þar af eru þátttakendur frá Svíþjóð langfjölmennastir þeirra sem þátt taka af ríkjum utan Bandaríkjanna eða alls 19. Eins eru 10 þátttakendur frá Ástralíu, Kanada og S-Kóreu. Indland á 9 þátttakendur, þ.á.m. sjarmadrottninguna Sharmillu Nicollet, sem m.a. fékk undanþágu til að spila í ShopRite LPGA Classic vegna atkvæða áhangenda á Twitter. en Nicollet á meira en 500,000 áhangendur á Twitter og Instagram.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
