Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2016 | 08:00

LPGA: Uehara leiðir e. 1. hring á Walmart

Það er japanski kylfingurinn Ayako Uehara sem leiðir eftir 1. hring Walmart NW Arkansas Championship Presented By P&G.

Uehara átti frábæran hring upp á 9 undir pari, 62 högg.

Á hringnum góða fékk Uehara 9 fugla og 9 pör og skilaði því skollalausu glæsilegu skorkorti.

Í 2. sæti er Candie Kung frá Tapei, en hún lék 1. hring á 7 undir pari, 64 höggum.

Fylgjast má með stöðunni á Walmart NW Arkansas Championship Presented By P&G með því að SMELLA HÉR: