Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2019 | 18:00

LPGA: Suzuki sigraði á TOTO

Það var japanski kylfingurinn Ai Suzuki, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á LPGA, sem var TOTO Japan Classic.

Mótsstaður var í Shiga, Japan og mótið fór fram 8.-10. nóvember og lauk í dag.

Suzuki lék á samtals 17 undir pari, 199 höggum (67 65 67).

Fyrir sigurinn í mótinu hlaut Suzuki $225,000 (uþb. 28 milljónir íslenskra króna).

Til þess að sjá lokastöðuna á TOTO Japan Classic SMELLIÐ HÉR: