Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2012 | 11:11

LPGA: Suzann Pettersen leiðir þegar US Women´s Open er hálfnað

„Norska frænka okkar“ Suzann Pettersen er komin í forystu í US Women´s Open þegar mótið er hálfnað. Suzann er samtals búin að spila á 5 undir pari, 139 höggum (71 68) á hinum erfiða Blackwolf Run golfvelli í Kohler, Wisconsin.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru þær Michelle Wie og Cristie Kerr. Langt síðan Wie hefir verið að berjast um 1. sætið og gaman að sjá hana aftur í toppbaráttu!

Fjórða sætinu deila 3 kylfingar sem búnir eru að spila á samtals 3 undir pari, þ.e. þýska W7-módelið fyrrverandi Sandra Gal, Inbee Park frá Suður-Kóreu og Vicky Hurst frá Bandaríkjunum.

Í 7. sæti eru nýliðinn Lizette Salas, sem leiddi í gær og hin japanska Mika Miyazato á samtals 2 undir pari; 3 höggum á eftir Tuttu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag US Women´s Open SMELLIÐ HÉR: