
LPGA: Sun Young Yoo sigraði á Kraft Nabisco Championship
Það var Sun Young Yoo sem stóð uppi sem sigurvegari á Kraft Nabisco Championship risamótinu í nótt, eftir umspil við IK Kim. Báðar voru þær Yoo og Kim á sama skorinu eftir 72 holur, þ.e. samtals -9 undir pari, 279 höggum, Sun Young Yoo (69 72 69 69) og IK Kim (70 70 70 69) og því varð að koma til umspils milli þeirra. Umspilið fór fram á par-5 18. brautinni á Mission Hills í Rancho Mirage og vann Sun Young Yoo það með fugli en IK Kim fékk par. Að sigrinum loknum stökk Yoo út í Poppy Pond s.s. hefð er fyrir.
Sú sem sigurstranglegust þótti í mótinu, nr. 1 á heimslistanum, Yani Tseng, varð í 3. sæti, 1 höggi á eftir Yoo og Kim.
Fjórða sætinu deildu síðan forystukonan fyrir lokahringinn, hin sænska Karin Sjödin, bandaríska stúlkan Stacy Lewis, sem átti titil að verja frá því í fyrra (byrjaði mótið illa en lauk því með stæl á 66 höggum í gær!) auk Hee Kyung Kim og Amy Yang frá Suður-Kóreu. Allar voru þær á samtals -7 undir pari, samtals 281 höggi, 2 höggum á eftir Sun Young Yoo.
Í 8. sæti er síðan sjaldséður hvítur hrafn, Natalie Gulbis og tvær frá Suður-Kóreu, þær Se Ri Pak og NY Choi, allar á -6 undir pari hver.
Til þess að sjá úrslitin í Kraft Nabisco Championship smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024