Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 08:00

LPGA: Stacy Lewis á 63 og með 1 höggs forystu fyrir lokahringinn

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Stacy Lewis, lék 2. hring á Shoprite Classic mótinu á 63 höggum og kom sér í 1. sætið í mótinu með þessum glæsihring.

Í 2. sæti er Christina Kim, aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti er forystukona 1. dags Jennifer Johnson sem fylgdi jöfnun vallarmets síns upp á 62 högg eftir með hring upp á 70.

Gerina Piller og Anna Nordqvist deila 4. sætinu á samtals 8 undir pari, hvor.   Haeji Kang er síðan í 6. sæti á samtals 7 undir pari (68 67).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: