Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2012 | 07:00

LPGA: Stacy Lewis með 2 högga forystu fyrir lokahringinn í Mobile

Það er bandaríska stúlkan Stacy Lewis, sem er með 2 högga forystu á Mobile Bay LPGA Classic mótinu, sem fram fer í Mobile, Alabama, fyrir lokahringinn. Stacy er samtals búin að spila á -14 undir pari, samtals 202 höggum (68 67 67).

Í 2. sæti er landa hennar Brittany Lincicome á samtals -12 undir pari, samtals 204 höggum (70 67 67).

Í 3. sæti er franska stúlkan Karin Icher á samtals -11 undir pari, samtals 205 höggum (72 65 68).

Fjórða sætinu deila síðan tvær stúlkur á -10 undir pari, þ.e. þær Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu og Lindsay Wright frá Ástralíu.  Sjötta sætinu deila síðan 6 kylfingar, sem allar hafa spilað á -9 undir pari, þ.á.m. Natalie Gulbis og Lexi Thompson.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Mobile Bay LPGA Classic smellið HÉR: