Stacy Lewis
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2014 | 11:00

LPGA: Stacy Lewis leiðir í Swinging Skirts mótinu e. 2. dag

Það er Stacy Lewis sem er efst á Swinging Skirts LPGA Classic mótinu eftir 2. mótsdag.

Mótið fer fram á golfvelli Lake Merced golfklúbbsins, í Daly City, Kaliforníu.

Lewis er búin að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69).

Í 2. sæti, 1 höggi á eftir, eru nýsjálenski táningurinn, Lydia Ko, 17 ára, og franska forystukona gærdagsins, Karine Icher, en báðar eru búnar að leika á samtals 139 höggum: Ko (68 71) og Icher (66 73).

Þess mætti geta að Ko er komin með nýjan kylfubera.

Til þess að sjá stöðuna á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: