Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 04:30

LPGA: Stacy Lewis efst þegar Mobile Bay LPGA Classic er hálfnað

Það er bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem var fyrr í kvöld að ná efsta sætinu á Mobile Bay LPGA Classic, nú þegar mótið er hálfnað. Stacy er samtals búin að spila á -9 undir pari, samtals 135 höggum (66 67). Á 2. hring fékk Stacey 6 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti eru 4 kylfingar 1 höggi á eftir Lewis en þ.á.m. er hin sænska Karin Sjödin. Sjötta sætinu deila síðan 5 kylfingar, þ.á.m. bandaríski kylfingurinn Brittany Lincicome, á samtals- 7 undir pari, 137 höggum.

Nokkrar þekktar komust ekki í gegnum niðurskurð en þeirra á meðal eru Sandra Gal og Christina Kim.

Til þess að sjá stöðuna á Mobile Bay LPGA Classic eftir 1. dag smellið HÉR: