Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2011 | 12:15

LPGA: Soo-Jin Yang er efst í Kóreu eftir 2. dag

Það er heimakonan Soo-Jin Yang sem er efst í Sky 72 Golf Club á Ocean golfvellinum í Incheon í Suður-Kóreu. Soo-Jin spilaði skollafrítt í dag og setti niður 7 fugla – og glæsilegur hringur upp á 65 högg staðreynd. Samtals er  Soo-Jin á -10 undir pari, samtals 134 höggum (69 65).

Sú sem á titil að verja landa hennar Na Yeon Choi og nr. 1 í heiminum Yani Tseng frá Taíwan eru 1 höggi á eftir, fyrir lokahringinn, þ.e. -9 undir pari og samtals á 133 höggum hvor.

Soo-Jin er þrívegis búin að vinna á kóreönsku LPGA (skammst. KLPGA) og er sem stendur nr. 2 á lista yfir bestu kylfinga KLPGA. Hún mun reyna við að verða annar kylfingurinn utan LPGA, sem vinnur LPGA mót, en sú fyrsta og eina á árinu til þess að takast það er landa hennar Soo-Yeon Ryu, sem vann US Women´s Open risamótið í ár.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Hana Bank, smellið HÉR: