LPGA: So Yeon Ryu sigraði á 1. kvenrisamóti ársins e. drama! Hápunktar lokahringsins
So Yeon Ryu sigraði í bráðabana gegn Lexi Thomspon á Ana Inspiration, fyrsta kvenrisamóti ársins af fimm, í Rancho Mirage, Kaliforníu í gær.
So Yeon og Lexi voru jafnar eftir hefðbundnar 72 holur; báðar á samtals 14 undir pari hvor; Lexi (69 67 71 67); So Yeon (68 69 69 68).
Dæmd voru 4 högg í víti á Lexi á lokahringnum 2 fyrir að leggja bolta frá sér á rangan stað og síðan 2 víti fyrir að skrifa undir rangt skorkort.
Það var áhorfandi sem hringdi inn og sagði Lexi hafa brotið golfreglurnar með því að leggja golfbolta sinn ekki fra sér á réttan stað og þegar upptökur af því voru skoðaðar reyndist áhorfandinn hafa rétt fyrir sér.
Engu að síður var Lexi jöfn So Yeon að loknum 72 holunum og því þurfti að koma til bráðabana þar sem So Yeon hafði betur.
Fyrir sigurinn hlaut So Yeon $405,000 en Lexi hlaut $250,591 fyrir 2. sætið.
Þrjár deildu 3. sætinu á Ana Inspiration: norska frænka okkar Suzann Pettersen, Inbee Park og Minjee Lee en allar léku þær á samtals 13 undir pari og voru 1 höggi á eftir þeim Lexi og So Yeon.
Michelle Wie varð ein í 6. sæti á samtals 11 undir pari.
Sjá má lokastöðuna á Ana Inspiration með því að SMELLA HÉR:
Sjá má hápunkta 4. dags (lokahringsins) á Ana Inspiration með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
