Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2023 | 14:00

LPGA: Skápar í búningaklefum Lake Nona ekki nægir fyrir keppendur í Hilton Grand Vacations TOC

Fyrsta mót af 33 á LPGA mótaröðinni hefst í dag, fimmtudaginn 19. janúar 2023. Verðlaunafé hefir aldrei verið hærra. Fylgjast má með mótinu á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Hilton Grand Vacations Tournament of Champions mótið á að vera hátíð nýlegra sigurvegara á LPGA mótaröðinni – ásamt 56 stjörnum, sem fá að keppa í pro-am hluta mótsins – En nú um miðja vikuna hefur áherslan færst frá því að heiðra nýlega sigurvegara á LPGA mótaröðinni yfir í  yfirsjón í sem fær mann til að draga í efa virðingu LPGA fyrir íþróttamönnum sínum.

Sl. þriðjudag birti Beth Nichols yfirfréttamaður á Golfweek frétt þess efnis að það væri enginn búningsklefi fyrir 29 konur, sem keppa í mótinu í Lake Nona Golf & Country Club í Orlandó, Flórída.

Klúbburinn hefði hins vegar yfir að ráða búningsaðstöðu karlkylfinga sem væri nægileg fyrir þennan hóp keppenda.

Ég fékk ábendingu á samfélagsmiðlum, eins og maður fær stundum í beinum skilaboðum, um að þetta væri raunin, og um leið og ég kom (að Lake Nona) í gær (miðvikudaginn 18. janúar 2023) byrjaði ég að rannsaka málið betur,“ sagði Nichols í „Golf Today. „

Þegar þriðjudagur varð að miðvikudegi komu nánari upplýsingar fram í dagsljósið um málið, sem og hálfvolgar lausnir á málinu.

Þeir sem hafa spilað á Lake Nona vita að klúbbhúsið þar er á tveimur hæðum.

Fyrir viðburð vikunnar var efri hæðin tekin frá fyrir kvenkylfinga LPGA og   fjölskyldur þeirra. Búningsklefar kvenkylfinga klúbbsins eru hins vegar á neðri hæð og urðu skemmdir þar á búningsklefum og skápum vegna  nýlegra flóða í fellibylnum Ian og voru skáparnir voru fjarlægðir.

Að sögn Aaron Stewart, varaforseta íþróttamarkaðsmála hjá Hilton Grand Vacations, hafði verið fallið frá að kaupa  skápa, sem notaðir yrðu tímabundið og fyrir mótið, af hálfu  LPGA 11. janúar sl. Hvers vegna?  Ástæðan var sú að nýju skáparnir áttu að vera niðri og kylfingar LPGA hefðu þurft að deila sturtu með konunum á 1. hæðinni og LPGA líkaði ekki hugmyndinni um að konurnar væru á tveimur aðskildum hæðum.

Af hverju var þá ekki notast við búningaaðstöðu fyrir karla? Vegna þess að, að sögn talsmanns LPGA, að það svæði er opið almenningi til að koma til móts við salernisþarfir.

Stewart tjáði Amy Rogers hjá Golf Channel Lake NonA klúbbnum hefðu nú verið afhentir þrír tugir skápa, til tímabundinna afnota, síðdegis á miðvikudag – það væri nóg fyrir 29 LPGA leikmenn, auk frægra kvenkyns  þátttakenda í Pro-Am-inu. Skáparnir voru settir upp á neðri hæð.  Kylfingar LPGA verða að deila plássinu með með karlkyns þátttakendum og VIP-mönnum sem tóku frá séraðstöðu.

LPGA gaf út eftirfarandi yfirlýsingu til að bregðast við ástandinu:

Hilton Grand Vacations hefur verið ótrúlegur félagi í að styðja við LPGA til að auka og bæta þægindi og aðstöðu fyrir leikmenn okkar á keppnisstað. Með endurkomu gestrisni (eftir Covid-19) tilkynntu mótshaldarar okkur að vegna þarfa á almenningssalernum yrðu engir einka- og tryggðir búningsklefar í boði fyrir LPGA leikmenn þessa vikuna. Fram kom möguleiki á að bæta við búningsskápum tímabundið í rými innan klúbbhússins sem innihélt ekki baðaðstöðu. Vegna forgangsröðunar á plássi fyrir aðra leikmenn, tók mótsliðið okkar þá ákvörðun að það væri ekki í þágu leikmanna og viðburðarins að sækjast eftir þeim möguleika. Leikmenn hafa aðgang að búningsklefa þó plássið sé ekki algjörlega einka. Við erum alltaf opin viðbrögðum kylfinga okkar og vinnum með mótsaðilum að því að úthluta endanlegu plássi. Við munum halda áfram að gera það með frábærum samstarfsaðilum okkar frá Hilton Grand Vacations.

LPGA-kylfingarnir Brittany Lincicome og Christina Kim sendu Damon Hack á Golf Channel skilaboð um að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist á túrnum og það gerðist m.a. þegar COVID-takmarkanir sköpuðu enn aðra hindrum, sem leysa þurfti úr.

.Á viðburðinum 2022 var sama ástandið: engir einkabúningsklefar hvorki fyrir karlkyns eða kvenkyns þátttakendur.

Við fengum enga skápa í fyrra heldur, en við vorum með skápa á árum áður á TOC,“ sagði Jessica Korda í tístsvari við upprunalegri frétt Nichols.

Korda keppir ekki þessa vikuna en systir hennar, Nelly, er hins vegar meðal keppenda. Nr. 2 á Rolex-heimslista kvenkylfinga (Nelly) sagði að þetta búningaklefa- og- skápa mál snerti sig ekki.

Fyrir mér er þessi viðburður svo einstakur í þeim skilningi að þetta efni truflar mig ekki í raun. Þú ert hérna úti að keppa við mismunandi frægt fólk, fyrrverandi íþróttamenn, núverandi íþróttamenn,“ sagði Nelly Korda í gær (miðvikudaginn 18. janúar 2023). „Fyrir mér er þetta mót svo sérstakt og öðruvísi að eitthvað slíkt truflar mig ekki á þessu móti. Það er augljóst að ef það væri á venjulegu LPGA móti myndi það trufla mig.“