Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2017 | 19:15

LPGA: Sjáið glæsilegan ás Brittany Lincicome á 2. hring Pure Silk!!!

Brittany Lincicome leiddi í gær á Pure Silk mótinu, sem er fyrsta mót Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur.

Og í dag bætti Lincicome enn einni rósinni við í hnappagatið.

Hún fékk glæsiás á 12. braut – sömu braut og Ólafía fékk fuglinn sinn á, en Ólafía er líkt og væntanlega allir vita á 1 undir pari, eftir 5 spilaðar holur.

Fyrir þá sem ekki vita deili á Brittany Lincicome má sjá eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má flottan ás Lincicome á par-3 12. braut Ocean vallarins þar sem Pure Silk mótið fer fram með því að SMELLA HÉR: