Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2014 | 08:00

LPGA: Shanshan Feng sigraði á Sime Darby mótinu

Shanshan Feng frá Kína sigraði á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu í gær.

Shanshan lék á samtals 18 undir pari, 266 höggum (67 67 69 63).

Í 2. sæti varð Pornanong Phattlum frá Thaílandi á 15 undir pari, 269 höggum (67 67 65 70).

Í 3. sæti urðu Pernilla Lindberg, frá Svíþjóð og Chella Choi og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu allar á samtals 14 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sime Darby LPGA Malaysia SMELLIÐ HÉR: