Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2015 | 14:59

LPGA: Sei Young Kim sigurvegari LOTTE Championship – Hápunktar lokahringsins

Það var Sei Young Kim frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á LOTTE Championship, móti vikunnar á sterkustu kvenmótaröð heims

Kim og landa hennar, fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Inbee Park voru efstar og jafnar eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Kim hafði betur! …. með ás á 1. holu bráðabanans!!! Glæsilegra verður það ekki!!!

Báðar léku þær Kim og Park á 11 undir pari. Í 3. sæti varð síðan IK Kim á samtals 9 undir pari og þær Chella Choi og Hyo Joo Kim deildu síðan 5. sætinu.  Já allt stúlkur frá Suður-Kóreu sem röðuðu sér í 5 efstu sætin á LOTTE Championship.

Sú efsta frá Evrópu var fyrrum W-7 módelið Sandra Gal  í 6. sæti á samtals 6 undir pari!

Til þess að sjá lokastöðuna á LOTTE Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta magnaðs lokahrings/bráðabana LOTTE Championship SMELLIÐ HÉR: