Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2015 | 13:15

LPGA: Sei Young Kim sigraði í Pure Silk Bahamas Classic

Það var Sei Young Kim sem stóð uppi sem sigurvegari á LPGA mótinu Pure Silk Bahamas Classic nú í gær, 8. febrúar 2015.

Mótið fór fram á Ocean Club golfvellinum á Paradise Island í Bahamas.

Kim var jöfn löndu sinni Sun Young Yoo og Ariyu Jutunugarn frá Thaílandi eftir hefðbundnar 72 holur en allar voru þær stöllur á 14 undir pari, 278 höggum. Það varð því að koma til bráðabana og þar sigraði Sei Young Kim strax á 1. holu.  „Þetta er draumur (sem rætist),“ sagði Kim eftir sigurinn. „Ég er virkilega hamingjusöm.“

Ein í 4. sæti var bandaríski kylfingurinn Brittany Lincicome aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum og 5. sætinu deildu fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Inbee Park og Danielle Kang, báðar á samtals 12 undir pari, hvor.

 „Í 10 ár hefir mig verið að dreyma um þetta augnablik.“ sagði Sei Young Kim, eftir sigur sinn.

Sei Young Kim sú fyrsta sem sigrar í 1. sinn á LPGA það sem af er keppnistímabilsins.

 Fyrsti sigur Kim á LPGA bætist við þá 5 sigra sem hún á á kóreanska LPGA, þar sem samkeppnin er síst minni!

Það verur gaman að fylgjast með Sei Young Kim  á árinu!

Til þess að sjá lokastöðuna á Pure Silk Bahamas Classic SMELLIÐ HÉR: