Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2017 | 23:59

LPGA: Sei Young Kim sigraði í Lorenu Ochoa holukeppninni

Það var Sei Young Kim frá S-Kóreu, sem sigraði í Lorenu Ochoa holukeppninni eftir að hafa lagt að velli hina thaílensku Ariyu Jutanugarn í úrslitaleik keppninnar 1 up.

Þær sem léku um 3. sætið voru Mi Jung Hur og Michelle Wie og fór sú viðureign á 22. holu, en lauk með sigri Hur.

Suður-kóreanskur sigur á öllum vígstöðum!!!

Í undanúrslitunum sigraði Sei Young Kim löndu sína Mi Jung Hur auðveldlega 5&4 og hin unga Ariya Jutanugarn fór fremur auðveldlega með Michelle Wie, 4&3.  Því var ljóst að úrslitin væru milli Sei Young Kim og Ariyu Jutanugarn.

Sjá má viðtal við sigurvegarann í Lorenu Ochoa holukeppninni, Sei Young Kim, með því að SMELLA HÉR:

Sjá má lokastöðu Lorenu Ochoa holukeppninnar með því að SMELLA HÉR: