Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 10:00

LPGA: Sei Young Kim leiðir fyrir lokahringinn á LOTTE Championship

Það er suður-kóreanski kylfingurinn Sei Young Kim, sem leiðir fyrir lokahringinn á LOTTE Championship, sem fram fer á Ko Olina, á Oahu eyju á Hawaii.

Kim er búin að spila á samtals 12 undir pari, 204 högg (67 67 70).

Á hæla Kim er landa hennar IK Kim  samtals 11 undir pari og í 3. sæti er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Inbee Park, á samtals 10 undir pari; allt kylfingar frá Suður-Kóreu.  Keppnin virðist standa milli þessara þriggja kylfinga, sem skipst hafa á um að vera í efstu sætum.

Í 4. og 5. sæti eru enn kylfingar frá Suður-Kóreu í 4. sæti er Jenny Shin og í 5. sæti er Chella Choi, og virðist alveg ljóst að sigurinn verður einhverrar frá Suður-Kóreu.

Til þess að sjá stöðuna á LOTTE Championship SMELLIÐ HÉR: