W-7 módelið Sandra Gal
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2011 | 23:43

LPGA: Sandra Gal og Hee Young Park leiða á CME Group Titleholders eftir 3. dag

Þýska W-7 módelið Sandra Gal og hin suður-kóreanska Hee Young Park leiða eftir 3. dag CME Group Titleholders. Þær eru báðar búnar að spila samtals á -7 undir pari, samtals 209 höggum; Gal (69 69 71) og Park (71 69 69). Á hæla þeirra aðeins 1 höggi á eftir er hin norska Suzann Pettersen, sem vermir 3. sætið. Í 4. sæti er síðan Paula Creamer, 2 höggum á eftir forystunni. Og 6. sætinu deila sú sem búin er að leiða fyrstu tvo dagana Na Yeon Choi og nr. 1 í heiminum Yani Tseng.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag CME Group Titleholders, smellið HÉR: