Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2013 | 07:00

LPGA: Sandra Gal enn efst e. 2. dag

Sandra Gal leiðir enn eftir 2. hring á CME Group Titleholders mótsins. Mótið fer fram í Naples í Flórída og það er NY Choi sem á titil að verja.

Gal er samtals búin að spila á 11 undir pari, 133 höggum (64 69).

Í 2. sæti er Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu, 3 höggum á eftir Gal.

Þriðja sætinu deila síðan 3 kylfingar: Cristie Kerr, Pornanong Phattlum og Gerina Piller, allar á 6 undir pari, hver.

Til þess að sjá heildarstöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: