Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 23:00

LPGA: Ryu með yfirburði í Kanada

Svo lítur út fyrir að sigurinn sé So Yeon Ryu en hún er nú komin með 4 högga forystu á næstu keppendur fyrir lokahringinn á Opna kanadíska.

Ekki nóg með það.

Nokkur met eru vís til að fjúka líka en Ryu er þegar búin að spila á 20 undir pari eftir 54 holur og takist henni að halda það fellur heildarskormet á Opna kandaíska sem er 18 undir pari eftir 72 holur.

Heildarskormet LPGA er líka í hættu á að verða a.m.k. jafnað en það er 26 undir pari, eftir 72 holur.

A.m.k. er mjög líklegt að So Yeon Ryu standi uppi sem sigurvegari á morgun.

Í 2. sæti 4 höggum á eftir Ryu eru: NY Choi og Azahara Muñoz, báðar á samtals 16 undir pari, hvor.  Ein í 4. sæti er nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park, á samtals 14 undir pari og enn einu höggi á eftir, á samtals 13 undir pari,  í 5. sæti er sænski kylfingurinn Anna Nordqvist.

Til þess að sjá stöðuna á Canadian Pacific Women´s Open SMELLIÐ HÉR: