So Yeon Ryu
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 13:00

LPGA: Ryu leiðir e. 1. dag á Swinging Skirts

Það er So Yeon Ryu, sem leiðir eftir 1. dag á Swinging Skirts LPGA Classic mótinu, sem er mót vikunnar á LPGA.

Ryu lék á nýju vallarmeti 9 undir pari, 63 höggum, þar sem hún fékk 9 fugla og 9 pör, skilaði sem sagt skollalausu skorkorti!

Spilað er venju skv. á golfvelli Lake Merced golfklúbbsins í Daly City, Kaliforníu.

Í 2. sæti er Haru Nomura frá Japan á 7 undir pari, 65 höggum og í 3. sæti Azahara Muñoz, Christel Boeljon og Xi Yu Lin frá Kína, allar á 2 undir pari, 70 höggum, þannig að á þessu sést að þær Ryu og Nomura eru í algerum sérflokki!

Sjá má viðtal við Ryu eftir hringinn góða með því að SMELLA HÉR:

Til þess að sjá stöðuna á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: