Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 12:59

LPGA: Ryu efst e. 2. dag í Malasíu

So Yeon Ryu leiðir í hálfleik á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu, sem fram fer í Kuala Lumpur GC&C, í Kuala Lumpur, Malasíu.

Ryu er samtals búin að spila á 11 undir pari, 131 höggi (66 65).

Japanska stúlkan Ayako Uehara, sem er ásamt 3 öðrum stúlkum í 2. sæti á samtals 9 undir pari,  átti besta skorið á 2. hring, lék á 8 undi pari, 63 höggum!

Uehara deilir 2. sætinu með undraunglingnum 17 ára Lydiu Ko frá Nýja-Sjálandi, ensku stúlkunni Jodi Ewart-Shadoff og Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu.

Ewart-Shadoff og Ko áttu glæsihringi báðar tvær upp á 64 högg, en þar með jafnaði Ko besta skor sitt eftir að hún gerðist atvinnumaður.

Til þess að sjá stöðuna á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu SMELLIÐ HÉR: