LPGA: Ryann O´Toole, Beatriz Recari & Giulia Sergas leiða eftir 1. dag Wegmans LPGA Championship
Það eru þær Ryann O´Toole, Beatriz Recari & Giulia Sergas, sem leiða eftir 1. dag Wegmans LPGA Championship risamótsins, sem hófst í gær á Locust Hills Country Club í Pittsford, New York. Þær spiluðu allar á 3 undir pari eða 69 höggum.
Á hælunum á þeim er hópur 7 kylfinga, aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 70 höggum, sem deilir 4. sætinu. Þ.á.m. er nr. 5 í heiminum Cristie Kerr og fyrrum nr. 1 í heiminum Ai Miyazato.
Sex kylfingar deila síðan í 11.sæti, þ.á.m. þýska W-7 módelið fyrrverandi Sandra Gal og norska frænka okkar Suzann Pettersen, en þær spiluðu á 71 höggi og eru aðeins 2 höggum á eftir forystunni.
Frænka Tiger, Cheyenne Woods, fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest, sem er að spila í fyrsta sinn á móti á LPGA, sem atvinnumaður, stóð sig vel, spilaði á 75 höggum þ.e. á þremur yfir pari og verður aðeins að bæta í ætli hún sér örugglega í gegnum niðurskurðinn, en sem stendur er hún meðal þeirra síðustu inn í helgina – en spáð er að niðurskurður verði miðaður við 3 yfir pari.
Nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng verður heldur betur að gefa í því hún spilaði á 4 yfir pari og er úti skv. spá um niðurskurð – gefi hún ekki í, í dag, sem hún á eflaust eftir að gera.
Það stefnir í æsispennandi keppni þar sem aðeins 2 högg skilja að þá, sem er í 1. sæti og þá sem er í 16. sætinu!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Wegmans LPGA Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024