Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2023 | 18:00

LPGA: Rose Zhang sigraði á Mizuho Americas Open mótinu

Það var Rose Zhang sem sigraði á móti vikunnar á LPGA: Mizuho Americas Open.

Zhang varð að hafa fyrir sigrinum því að loknu spili hefðbundins holufjölda var hún jöfn Jennifer Kupcho og varð að koma til bráðabana milli þeirra – báðar á samtals 9 undir pari, hvor.

Zhang sigraði í bráðabananum.

Rose Zhang er fædd 24. maí 2003 og því nýorðin 20 ára. Þetta er fyrsti sigur hennar á LPGA, en hún gerðist einmitt atvinnumaður í ár, 2023. Þar áður spilaði hún í tvö ár í bandaríska háskólagolfinu með liði Stanford University.

Mótið fór fram í Liberty National golfvellinum í Jersey City í New Jersey, dagana 1.-4. júní 2023.

Sjá má lokastöðuna á Mizuho Americas Open með því að SMELLA HÉR: