LPGA: Ráshópur Ólafíu liggur f. – Alfreð Brynjar verður aðstoðarmaður hennar í Texas
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður á meðal keppenda á Volunteers of America Texas Shootout mótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram á Las Colinas vellinum í Texas en þetta er í fimmta sinn sem mótið fer fram. Þetta verður fimmta mótið á LPGA mótaröðinni hjá Ólafíu Þórunni á þessu tímabili. Hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur síðustu mótum eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótum tímabilsins.
Alfreð Brynjar Kristinsson, bróðir Ólafíu, og afrekskylfingur úr GKG verður aðstoðarmaður Ólafíu Þórunnar á þessu móti.
Ólafía Þórunn verður í ráshóp með Dori Carter frá Bandaríkjunum og Giulia Molinaro frá Ítalíu fyrstu tvo keppnisdagana. Þær hefja leik kl. 19.00 að íslenskum tíma fimmtudaginn 27. apríl.
Mótið er sérstakt að því leiti að keppendum er fækkað tvívegis á fjórum dögum. Eftir 36 holur komast 70 efstu áfram. Að loknum þriðja hringnum eða 54 holum komast 50 efstu inn á lokahringinn.
Allir kylfingarnir sem eru á topp 20 á heimslistanum eru á meðal keppenda, þar á meðal Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á mánudaginn. Þrír fyrrum sigurvegarar á þessu móti eru á meðal keppenda. Þar á meðal Inbee Park frá Suður-Kóreu sem hefur tvívegis sigrað á þessu móti. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum sem sigraði árið 2014 mætir til leiks ásamt Jenny Shin frá Suður-Kóreu sem hefur titil að verja. Shin fagnaði sínum fyrsta sigri á ferlinum á þessu móti í fyrra.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
