Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2017 | 10:00

LPGA: Ráshópur Ólafíu á Evían talinn upp meðal þeirra helstu á vefsíðu LPGA

Á vefsíðu LPGA er nokkur hefð fyrir því að skrifa greinar um helstu ráshópa á risamótum.

Í ár er engin undantekning þar á.

Amy Rogers golffréttakona á vefsíðu LPGA fer yfir helstu ráshópana.

Bleiki Pardusinn

Bleiki Pardusinn

Fyrst telur Amy upp ráshóp Paulu Creamer, Ai Miyazato, Yani Tseng (e.tv. ekki mest spennandi ráshópurinn, en eflaust talinn upp fyrstur því Creamer, bleiki pardusinn, er meðal vinsælustu kvenkylfinga Bandaríkjanna og eins hin japanska Ai, sem eins og flestir golfunnendur vita er að fara að hætta í golfi. Ai og Yani eru auk þess báðar fyrrverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna).

Nr. 1 So Yeon Ryu

Nr. 1 So Yeon Ryu

Næsti áhugaverði ráshópurinn að mati Amy eru þær Sung Hyun Park, So Yeon Ryu, Lexi Thompson. Þetta ER áhugaverður ráshópur. (Nr. 1 (Ryu) Nr. 2 (Lexi) og nr. 3 (Park) á Rolex-heimslistanum paraðar saman.  Þetta er algjör Power-golf-ráshópur, sem skemmtilegt verður að fylgjast með!!!

Fyrrum nr. 1 - Lydia Ko

Fyrrum nr. 1 – Lydia Ko

Næst telur Amy þær Brooke Henderson, In-Kyung Kim og Lydiu Ko.  Hér er á ferðinni enn annar frábæri ráshópurinn sem gaman er að fylgjast með. Margir eru spenntir hvort Ko takist að sigra á Evían. Hún hefir átt 8 topp-10 árangra á þessu keppnistímabili og tvívegis landað 2. sætinu, en enn ekki tekist að knýja fram sigur. Allar eru þessar 3 á topp-10 Rolex heimslistans (Brooke nr. 10; Lydia Ko dottin niður í 8. sætið og IK Kim nr. 7). Tekst Ko að sigra og færa sig ofar á Rolexnum?

Nr. 5 á Rolex-heimslistanum In Gee Chun

Nr. 5 á Rolex-heimslistanum, Chun

Þarnæsti áhugaverði hópur að mati Amy eru In Gee Chun, Shanshan Feng, Ariya Jutanugarn. Suður-Kórea, Kína og Thaíland, saman í ráshóp. Allt frábærir kylfingar! Ef heimurinn væri réttlátur þá ætti nr. 5 á Rolex-heimslistanum, Chun, svo sannarlega skilið að sigra loksins, en hún hefir 5 sinnum orðið nr. 2 í LPGA-mótum á árinu. Tekst henni að knýja fram sigur á Evían?

Nýliðarnir og vinkonurnar Ólafía Þórunn og Angel Yin

Nýliðarnir og vinkonurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Angel Yin.

Loks telur Amy upp ráshópinn Kim Kaufman, Olafia Kristinsdottir og Angel Yin.  Um ráshóp Ólafíu „okkar“ segir Amy:

Rookies and close friends Olafia Kristinsdottir and Angel Yin will make their Evian debut together alongside Kim Kaufman. Kristinsdottir posted her first career top-10 on the LPGA Tour at last week’s event in Indy where she chipped in on the final hole for eagle to finish fourth for the week. Yin has three top-10s in her rookie campaign and is coming off a tie for 30th at last week’s inaugural event in Indy. Kaufman is the veteran of this group, making her fourth appearance this week at Evian where her best finish was a tie for 29th in 2015.

Lausleg þýðing: „Nýliðarnir og nánu vinkonurnar Olafia Kristinsdottir og Angel Yin munu saman spila í frumraun sinni á Evían saman með Kim Kaufman.  Kristinsdóttir náði fyrsta topp-10 árangri á ferli sínum á LPGA Tour í síðustu viku á Indy þar sem hún chippaði á lokaholunni fyrir erni og varð í 4. sæti. Yin hefir átt þrjá topp-1o árangra á nýliða ári sínu og varð T-30 í Indy mótinu, sem fram fór í fyrsta sinn í sl. viku. Kaufman er reynsluboltinn í hópnum, er að taka þátt í Evían í 4. skiptið, þar sem besti árangur hennar var T-29 árið 2015.“

Sjá má grein Amy í heild sinni á LPGA vefnum með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má allar paranir á 1. hring Evían risamótsins með því að SMELLA HÉR: