Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 06:00

LPGA: Pressel leiðir e. 1. dag ANA Inspiration

Það er bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel sem er í forystu eftir 1. dag ANA Inspiration, sem fram fer á the Dinah Shore Tournament Course, í Mission Hills Country Club, í  Rancho Mirage, Kaliforníu.

Pressel lék á 5 undir pari, 67 höggum.

Í 2. sæti er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, japanska golfdrottningin Ai Miyazato, en hún hefir ekki sést ofarlega í neinu móti nýlega og fögnunarefni að sjá hana aftur meðal þeirra fremstu. Ai var á 4 undir pari, 68 höggum.

Fjórar deila 3. sætinu þ.á.m. gamla brýnið Juli Inkster.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á ANA Inspiration SMELLIÐ HÉR: