Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2022 | 14:00

LPGA: Paula Reto sigraði á CP Women’s Open

Það var hin suður-afríska Paula Reto sem sigraði á CP Women’s Open, en mótið fór fram dagana 25.-28. ágúst 2022.

Mótsstaður var Ottawa Hunt and Golf Club í Ottawa, Kanada.

Sigurskor Reto var 19 undir pari, 265 högg (62 – 69 – 67 – 67). Fyrir sigurinn hlaut Reto $352,500. Öðru sætinu deildu Nelly Korda og Hye-Jin Choi, báðar á 18 undir pari.

Reto, sem er 29 ára, var nýliði á LPGA árið 2016. Þetta er 3. sigur Reto á LPGA; hinir komu 2018 og 2020, þannig að hún virðist sigra á 2 ára fresti 🙂 Auk þess var hún í Olympíugolfliði S-Afríku bæði í Ríó 2016 og Tokyo 2020.

Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR: