Angela Stanford LPGA: O´Toole og Stanford efstar e. 1. dag í Japan
Toto Japan Classic er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.
Eftir 1. dag leiða bandarísku kylfingarnir Ryann O´Toole og Angela Stanford, en báðar spiluðu 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum.
Hin 37 ára Stanford var með 8 fugla og 1 skolla á Kintetsu Kashikojima, en mótið er jafnframt hluti á japanska LPGA. Stanford hefir sigrað 5 sinnum á LPGA og var í lykilhlutverki í síðasta Solheim Cup fyrir lið Bandaríkjanna er hún bar sigurorð af Suzann Pettersen í tvímenningsleik sunnudagsins.
Hin 28 ára O´Toole var með skolla á loka- par-4 holunni eftir að hafa spilað fyrri 7 holurnar á 6 undir pari, en þar fékk hún örn og 4 fugla. O´Toole hefir ekki sigrað á 5 ára ferli sínum á LPGA.
Heimakonan Ai Suzuki er T-3 höggi á eftir forystukonunum ásamt þeim Ha-Neul Kim, Ilhee Lee, Jenny Shin og Mi-Jeong Jeon.
Þær Stacy Lewis (3. sæti á Rolex-heimslistanum) og Lexi Thompson (4. sæti á Rolex-heimslistanum) eru T-8 á 67 höggum, ásamt 6 öðrum kylfingum.
Lewis sigraði á Toto Japan Classic 2012 og Lexi sigraði fyrir aðeins 3 vikum í Suður-Kóreu og er það 2. sigur hennar á árinu.
Michelle Wie og sú sem á titil að verja Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu voru á 70 höggum svo maður nefni einhverjar af handahófi og eru T-32
Sjá má stöðuna á Toto Japan Classic með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
