Angela Stanford
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2015 | 07:45

LPGA: O´Toole og Stanford efstar e. 1. dag í Japan

Toto Japan Classic er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Eftir 1. dag leiða bandarísku kylfingarnir Ryann O´Toole og Angela Stanford, en báðar spiluðu 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum.

Hin 37 ára Stanford var með 8 fugla og 1 skolla á Kintetsu Kashikojima, en mótið er jafnframt hluti á japanska LPGA.  Stanford hefir sigrað 5 sinnum á LPGA og var í lykilhlutverki í síðasta Solheim Cup fyrir lið Bandaríkjanna er hún bar sigurorð af Suzann Pettersen í tvímenningsleik sunnudagsins.

Hin 28 ára O´Toole var með skolla á loka- par-4 holunni eftir að hafa spilað fyrri 7 holurnar á 6 undir pari, en þar fékk hún örn og 4 fugla.  O´Toole hefir ekki sigrað á 5 ára ferli sínum á LPGA.

Heimakonan Ai Suzuki er T-3 höggi á eftir forystukonunum ásamt þeim Ha-Neul Kim, Ilhee Lee, Jenny Shin og Mi-Jeong Jeon.

Þær Stacy Lewis (3. sæti á Rolex-heimslistanum) og Lexi Thompson (4. sæti á Rolex-heimslistanum) eru T-8 á 67 höggum, ásamt 6 öðrum kylfingum.

Lewis sigraði á Toto Japan Classic 2012 og Lexi sigraði fyrir aðeins 3 vikum í Suður-Kóreu og er það 2. sigur hennar á árinu.

 

Michelle Wie og sú sem á titil að verja Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu voru á 70 höggum svo maður nefni einhverjar af handahófi og eru T-32

Sjá má stöðuna á Toto Japan Classic með því að SMELLA HÉR: