Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 15:00

LPGA: Ólafíu gengur vel! Er á -2 e. 9 holur á 2. degi Kingsmill!!! Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir nú lokið fyrri 9 á 2. hring Kingsmill mótsins og … henni gengur vel.

Hún fékk fugl á 1. holu sinni í dag, sem var sú 10. en 2. hringur Ólafíu Þórunnar hófst á 10. braut í dag!

Ólafía bætti síðan öðrum fugli við á par-3 13. holunni og hefir verið á parinu síðan og haldið fengnum hlut – Frábært!!!

Sem stendur er Ólafía Þórunn T-33 og allt lítur út fyrir að hún fari í gegnum niðurskurð í 4. sinn á þessu keppnistímabili!!!

Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á 2. hring Kingsmill SMELLIÐ HÉR: