Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 22:00

LPGA: Ólafía varð T-13 á Opna skoska – hlaut $25.094 … og komst inn á Opna breska risamótið!!! – Hápunktar 4. dags

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, náði þeim glæsilega árangri að landa 13. sætinu á Opna skoska.

Heildarskor hennar var 1 yfir pari, 289 högg (73 70 73 73).  Hún deildi 13. sætinu með 5 öðrum kylfingum m.a. Paulu Creamer og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Ai Miyazato.

Opna skoska var 15. LPGA mótið sem Ólafía spilaði í og þetta er í 8 skipti sem hún kemst í gegnum niðurskurð.

Fyrir 13. sætið hlaut Ólafía $ 25.094,- (þ.e. u.þ.b. 2.6 milljónir íslenskra króna). Þetta er langbesti árangur Ólafíu á LPGA og vonandi að hún haldi sér hér eftir bara á topp-15!!!  Við þetta fer heildarvinningsfé hennar á LPGA í $65,140. Glæsileg!!!

Nú í kvöld bárust einnig þær gleðifréttir að Ólafía Þórunn fái að spila á Ricoh Opna breska kvenrisamótinu í næstu viku, sem þýðir að Ólafía fær tækifæri til þess að bæta enn stöðu sína á LPGA stigalistanum með góðu gengi, en hún fer nú með árangrinum góða úr Opna skoska úr 116. sætinu í 102. sætið og nálgast að komast á topp-100, þar sem hún þarf að vera til að halda kortinu sínu á LPGA!

Sigurvegari í mótinu varð Mi Hyang Lee frá S-Kóreu, en hún lék á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta á lokahring (4. dags) Opna skoska SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: