Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2018 | 23:00

LPGA: Ólafía úr leik í Kaliforníu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék á parinu á öðrum keppnisdeginum á LPGA MEDIHEAL meistaramótinu sem hófst fimmtudaginn 26. apríl.

Samtals lék Ólafía Þórunn á 5 yfir pari, 149 höggum (77-72), en það dugði ekki til.

Niðurskurður var miðaður við samtals 2 yfir pari eða betra.

Við þetta færist Ólafía niður í 118. sæti á stigalista LPGA, en hún þarf að vera meðal 100 efstu til þess að halda spilarétti sínum á LPGA.

Mótið er nýtt á keppnisdagskrá LPGA mótaraðarinn en leikið er á Merced Golf Club í Daly City í San Francisco.

Til þess að sjá stöðuna á LPGA MEDIHEAL Championship SMELLIÐ HÉR: