Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía Þórunn lauk keppni T-56 á Volvik mótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, lauk keppni á Volvik mótinu í Ann Arbor í dag.

Hún lék á samtals 3 undir pari, 285 höggum (69 71 75 70) og varð T-56; þ.e. deildi 56. sætinu með 7 kylfingum m.a. Christinu Kim.

Hún stóð sig betur í mótinu en stórkylfingar á borð við Lauru Davies og Lexi Thompson, sem situr í 2. sæti á peningalista LPGA.

Þetta er 8. LPGA mótið, sem Ólafía Þórunn tekur þátt í og í 4 skiptið sem hún kemst í gegnum niðurskurð.

Kínverski kylfingurinn Shanshan Feng sigraði í mótinu á samtals 19 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Volvik með því að SMELLA HÉR: