Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 02:00

LPGA: Ólafía Þórunn úr leik á Nýja-Sjálandi

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er úr leik á McKayson New Zealand Women´s Open.

Hún lék 2. hringinn á sléttu pari, 72 höggum; fékk 3 fugla, 1 skolla og því miður líka tvöfaldan skolla á par-3 17. holuna.

Samals lék Ólafía Þórunn á 6 yfir pari,150 höggum (78 72), en það dugði ekki til niðurskurður miðaður við 1 yfir pari.

Við það að komast ekki gegnum niðurskurð hækkar Ólafía Þórunn því miður á stigalista LPGA; er nú í 83. sætinu, en hún þarf að halda sér meðal 100 efstu til að halda spilarétti sínum á LPGA.

Vonandi að Ólafíu Þórunni gangi betur á næsta móti!

Til þess að sjá stöðuna á McKayson New Zealand Women´s Open SMELLIÐ HÉR: