Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 13:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-129 e. 2 dag á LOTTE Championship og úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék 2. hring á 75 höggum, 1 höggi betur en fyrri hring sinn í mótinu.

Hún er því miður T-129, þ.e. jöfn 5 öðrum í 129. sæti af 144 keppendum.

Samtals hefir Ólafía Þórunn spilað á 7 yfir pari, 151 höggi (76 75) og er í einu af neðstu sætum mótsins.

Á 2. hring fékk Ólafía 3 fugla, 3 skolla og hræðilegan þrefaldan skolla á síðustu holunni (par-4) á Ko Olina. Hefði hún sleppt þessum skramba hefði Ólafía spilað 2. hringinn á parinu!

Ljóst er því að Ólafía Þórunn spilar ekki 3. og 4. hring, en aðeins 70 efstu og þær sem jafnar eru í 70. sætinu spila um föstu- og laugardag.

LOTTE mótið er óhefðbundið LPGA að því leyti að það hefst á miðvikudegi og lýkur á laugardegi til þess að koma til móts við sjónvarpsáhorfendur í S-Kóreu, en aðalstuðningsaðilinn LOTTE kemur þaðan.

Sjá má stöðuna á LOTTE Championship presented by Hershey með því að SMELLA HÉR: