Önnur mynd en sú sem birtist af Ólafíu með íslenska fánann í Women&Golf en allt eins góð … ef ekki betri…
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 23:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-9 e. 1. dag í Indiana – Glæsileg!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR, kláraði 1. hring á Indy Women in Tech Championship á glæsilegu skori, 5 undir pari, 67 höggum!!!

Á hringum fékk Ólafía Þórunn 6 fugla og 1 skolla!

Hún skipti fuglunum jafnt, 3 komu á fyrri 9 og hinir 3 á seinni 9.

Eftir 1. dag er Ólafía Þórunn T-9, þ.e. deilir 9. sætinu með 9 öðrum kylfingum m.a. með Cristie Kerr, sem er nr. 9 á heimslistanum og hinni ungu kanadísku Brooke Henderson.

Það er Lexi Thompson sem leiðir eftir 1. dag – lék á 9 undir pari, 63 höggum!!!

Til þess að sjá stöðuna á Indy mótinu SMELLIÐ HÉR: